Haraldur Karlsson ( Haraldur Karlsson )

Nafn

Haraldur Karlsson

Ferilskrá

Haraldur Karlsson (f. 1967) hefur sérhæft sig í gerð tilraunakenndra vídeóverka á síðustu tuttugu árum. Hann útskrifaðist með diplóma frá Fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er með BA gráðu í vídeólist frá AKI (Academ of Arts and Industry) í Enschede, Hollandi. Hann lagði stuna á hljóðfræði og skynjarafræði (sonology) við Konunglega tónlistarskólann í Hague (The Royal Conservatoire of The Hague). Á árunum 1999-2009 var Haraldur umsjónarmaður nýmiðlaverkstæðis Listaháskóla Íslands. Hann er búsettur í Osló þar sem hann starfar sem listamaður en hefur dvalið á Íslandi allt síðasta ár. Haraldur tók þátt í að stofna raflistahátíðina Raflost sem er haldin í samstarfi við Listaháskóla Íslands, og hefur komið reglulega fram á þeirri hátíð frá upphafi.