Halldór Ragnarsson

Nafn

Halldór Ragnarsson

Ferilskrá

f. 1981

mariomuskat@hotmail.com
www.hragnarsson.com

Menntun:

Listaháskóli Íslands, B.A. 2007
Háskóli Íslands (heimspeki), 2009

Helstu sýningar:

Listasafn ASÍ, Saxófónn eða kontór, 2009
Kjarvalsstaðir, Nýmálað (II), 2015
Listamenn Gallerí, Endurgerðir, 2016

„Ég tel mig ekki vinna út frá abstraksjón sem slíkri. Ég nota að mestu tungumálið í myndlist minni og nota þá kannski frekar endalausa möguleika tungumálsins til að útfæra hugmyndir mínar sem oft enda á mörkum abstraksjónar og hins almenna. Oftast vinn ég í seríum og fer það eiginlega eftir geðþótta hver byrjunarskrefin verða sem munu móta þá seríu. Þannig að ég vinn ekkert aftir ákveðinni stefnu þannig séð, heldur miklu frekar eftir einhverju konsepti sem mótar seríuna í hvert sinn. Og stundum endar sú hugmyndafræði í abstrakt „heimi“, ef svo má segja, en þó aldrei það afmarkað að abstraktið taki algjörlega yfir seríuna. Þannig að abstraksjónin virkar best fyrir mér þegar hún er blönduð hinu almenna á jafnvel lúmskan máta, þar sem hið augljósa, til að mynda í gegnum texta, er þó ekki endilega það fyrsta sem áhorfandinn tekur inn.“