Gunnar Karlsson

Nafn

Gunnar Karlsson

Fæðingardagur

28. apríl 1959

Ferilskrá

Gunnar Karlsson útskrifaðist frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1979 og stundaði síðan listnám við Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi. Gunnar hefur unnið að málarlist sinni meðfram myndskreytingum, bókaskrifum og teiknimyndagerð. Gunnar  er frumkvöðull í teiknimyndagerð á Íslandi og hafa teiknimyndir hans fengið ófá verðlauna á kvikmyndahátíðum um heim allan. Frá árinu 2008 hefur Gunnar verið með vikulegan skopmyndadálk í Fréttablaðinu, Spottið.

Einkasýningar: 2000, Slúnkaríki, Ísafjörður, Iceland; 1999, Kringlu Kristur. Kringlan, Reykjavik; 1997, Triplex.  Sjónarhóll, Reykjavik; 1996, Nýlistasafnið, Reykjavik; 1996, Deiglan, Akureyri, Iceland; 1995 Gerðarsafn, Kópavogur; 1988, Gallery FÍM, Reykjavik; 1985, Gallery Salurinn, Reykjavik.

Samsýningar: 2012, Nautn og notagildi, Listasafn Árnesinga, Hveragerði; 2011, Jór. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir; 2002, 170xhringinn. Borgarnes, Isafjörður, Akureyri, Höfn,Vestmannaeyjar; 1998, Flögð og fögur skinn. Nýlistasafnið; 1996, Íslensk portrett. Hafnarborg; 1986, UM. Listasafn Reykjavíkur,Kjarvalsstaðir; 1986, FÍM tvíæringur. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir; 1984, Expo Palmstierna “84. Sveaborg Helsinki, Finland; 1982 Götene Konstforening, Götene, Sweden; 1982, Forum Börsen, Gautaborg, Sweden; 1982, Islands Konst. Gautaborg, Sweden