Glitrandi dömuboð

Þann 16. apríl 2023, klukkan 15:00 – 17:00, verður sérstakt dömuboð þar sem hönnuður Divine Love, Sigrún Úlfarsdóttir, tekur á móti gestum.

Sigrún lærði myndlist í MHÍ og í framhaldi fatahönnun í París þar sem hún eftir útskrift starfaði fyrir stór tískufyrirtæki, meðal annars Karl Lagerfeld, Hervé Léger, Balmain og Swarovski. Sigrún hefur síðan unnið við fata-, leður- og skartgripahönnun, bæði fyrir þessi fyrirtæki og fyrir eigið fyrirtæki, Divine Love.

Sýningin er innblásin af Ayurveda heimspeki og er skartgripalínan kennd við orkustöðvarnar í líkama mannsins eða chackras. Nafn línunnar, Bhakti-devine love, er fengið frá hjartastöðinni.

Búið verður að taka sýninguna niður, þannig að hægt verður að máta skartgripina sem voru á sýningunni.

Boðið verður upp á léttar veitingar og aðgangur er ókeypis.

Gallery - Divine Love