FRAMTÍÐARMINNI: Leiðsögn listamanna og sýningarstjóra

Sunnudaginn 2. október kl. 15:00 býður Listsafn Reykjanesbæjar upp á leiðsögn sýningarstjóra og listamanna um Ljósanætursýningu safnsins, FRAMTÍÐARMINNI. Um er að ræða samsýningu þeirra Doddu Maggýjar, Elsu Dórotheu Gísladóttur, Ingarafns Steinarssonar og Kristins Más Pálmasonar.

Tengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í listaverkum þeirra en öll hafa þau á einhverju skeiði lífs síns búið á Suðurnesjum. Útkoman og miðlarnir sem þau vinna með eru þó afar ólík.   Á sýningunni eru m.a. málverk, teikningar, gróður-innsetning og vídeóverk. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir.

Sýningin er í Duus Safnahúsum, Duusgötu 2-8 og er aðgangur á leiðsögnina ókeypis.