Fortíðin var aldrei, hún bara er / The Past Never Was, It Only Is

Fortíðin var aldrei, hún bara er, einkasýning Larissu Sansour sem jafnframt er fyrsta sýning hennar á Íslandi, opnar í Listasafni Reykjanesbæjar fimmtudaginn 22. maí kl. 18-20. Öll eru boðin velkomin á opnun.
 
Larissa Sansour (f. Austur-Betlehem 1973) er palestínsk-danskur myndlistarmaður sem hefur hlotið lof á alþjóðavísu fyrir áhrifamiklar kvikmyndainnsetningar. Á 25 ára ferli sem spannar notkun ólíkra miðla allt frá málverki til ljósmynda og síðar kvikmynda, hefur Larissa sýnt í þekktum listasöfnum á borð við MOMA í New York og Tate Modern í London. Árið 2016 hlaut hún verðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Guanajuato (GIFF) fyrir bestu tilraunastuttmyndina, In The Future They Ate From The Finest Porcelain (2016). Þremur árum síðar, árið 2019, var hún fulltrúi Danmerkur á 58. Feneyjatvíæringnum í myndlist.
Larissa Sansour hefur unnið náið með rithöfundinum, leikstjóranum og handritshöfundinum Søren Lind í rúmlega tvo áratugi og sviðsetur kvikmyndir sínar í vísindaskáldlegu umhverfi. Um leið og hún sækir í palestínska sagnabrunna velta verk hennar einni upp mögulegum framtíðarsýnum. Þarna er tekið á heimspólitík gegnum einstakar myndir og ljóðrænt mál. Myndirnar eru á arabísku og aðalpersónurnar eru konur. Þær fjalla um missi, sorg, vald, söguritun og það hlutverk sem minni spilar í að móta bæði einstaklingsbundna og sameiginlega þekkingu – verk hennar sýna mögulega mótspyrnu við handahófskennd landamæri og vistmorð.
 
Sýningarstjóri er Jonatan Habib Engqvist, alþjóðlegur, sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og höfundur, búsettur í Stokkhólmi. Jonatan er vel þekktur á Íslandi fyrir sýningaverkefni með íslenskum og erlendum listamönnum.
 
Sýningin stendur til og með 17. ágúst 2025.
 
Fortíðin var aldrei er styrkt af Myndlistarsjóði og Safnasjóði.
______________________________________________________________________
 
The premiere presentation of Larissa Sansour in Iceland is reflected by the surrounding lava landscape of the Reykjanes peninsula. That is no coincidence. This landscape has experienced hundreds of earthquakes and dozens of eruptions in the past few years and traces of the former U.S. Airforce base can be found everywhere, from underground bunkers to abandoned buildings and buried barrels with undetermined chemical waste. The exhibition is hosted by an art museum in a municipality with most diverse population in Iceland, boasting of the country’s highest number of languages, nationalities, and refugees.
 
Working closely with the author, director, and scriptwriter Søren Lind, Sansour has for over two decades been setting her films in science-fiction surroundings. While drawing on Palestinian histories her work also anticipates possible futures. It is a space where global politics are dealt with through extraordinary images and poetic language. The films are in Arabic with women as the main protagonists. Addressing themes of loss, grief, power, history writing, and the role of memory in shaping both individual and collective understanding – her work portrays possible resistance against arbitrary national borders and ecocide.
 
The exhibition is curated by Jonatan Habib Engqvist, an international, independent curator and author based in Stockholm. Jonatan is well known in Iceland for his exhibition projects with Icelandic and foreign artists.
 
The exhibition open until August 17, 2025.
 
The Past Never Was, It Only Is, is sponsored by The Icelandic Visual Arts Council and Museum Council of Iceland.