Fjölleikar

Föstudaginn 5. september opnar sýning á verkum Ilmar Stefánsdóttur myndlistarkonu í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningin ber heitið Fjölleikar og þar gefst gestum kostur á skemmtilegum dýfum og jafnvægiskúnstum í hljómfalli rokkandi rokka og syngjandi vefstóla. Með sýningunni breytir Ilmur svipmóti myndlistarinnar í „artentainment" þar sem fagurlistir og skemmtanaiðnaður mætast. Sýningin er á dagskrá Ljósanætur, menningar- og fölskylduhátíðar Reykjanesbæjar.

 

Sýningin er í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum og stendur til 19. október. Í Duushúsum er opið alla daga frá kl. 11.00-17.00 og aðgangur er ókeypis.