MULTIS sérhæfir sig í kynningu, útgáfu og sölu á fjölfeldum íslenskra samtímalistamanna og er markmið MULTIS að gera list aðgengilega almenningi og bjóða upp á myndlist eftir listafólk í fremstu röð íslenskrar samtímalistar.
Að geta búið til fleiri en eitt eintak af sama verki hefur lengi fylgt starfi listamannsins. Margir myndlistarmenn hafa reynt sig við formið sem býður upp á annars konar möguleika en hið einstaka verk, og er einhverstaðar á rófi á milli myndlistar og framleiðsluafurðar. Verk sem unnin eru í fjölriti eru verðlögð á annan hátt, eru ódýrari og þar með gerð aðgengileg fyrir stærri hóp til eignar. Verkið fer af stalli hins einstaka og verður hlutur (object) sem fleiri en einn getur átt, eru gjarnan smærri, og staðfesta gildi sitt ekki einungis með því að vera verk eftir ákveðinn listamann, heldur einnig með því að vera tölusett og áritað eintak og þá orðið hluti af stærri sögn sem er mikilvægt fyrir þann sem eignast verkið.
Á sýningunni FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI er sjónum beint að verkum tuttugu og níu samtímalistamanna sem hafa til lengri eða skemmri tíma unnið að gerð fjölfelda (Multiple). Til þess að listaverk geti fallið undir þá skilgreiningu, þurfa verkin að vera gerð í þremur eða fleiri eintökum.
Listamenn sem eiga verk á FJÖLFELDI - HLUTFELDI – MARGFELDI eru: Einar Örn Benediktsson, Gjörningaklúbburinn - Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir, Guðjón Ketilsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Ívar Valgarðsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Karlotta Blöndal, Magnús Helgason, Magnús Pálsson, Pétur Magnússon, Ragnheiður Gestsdóttir, Steingrímur Eyfjörð, Tumi Magnússon, Þór Sigurþórsson, Þórdís Jóhannesdóttir, Baldur Geir Bragason, Davíð Örn Halldórsson, Gabríela Friðriksdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Kristín Eiríksdóttir, Logi Leo Gunnarsson, Helgi Þórsson, Lilja Birgisdóttir, Sara Riel, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Snorri Ásmundsson, Hulda Rós Guðnadóttir, Þórdís Erla Zoëga.
Sýningin stendur til og með 14. nóvember 2021.
FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI
Að geta búið til fleiri en eitt eintak af sama verki hefur lengi fylgt starfi listamannsins. Margir myndlistarmenn hafa reynt sig við formið sem býður upp á annars konar möguleika en hið einstaka verk, og er einhverstaðar á rófi á milli myndlistar og framleiðsluafurðar. Verk sem unnin eru í fjölriti eru verðlögð á annan hátt, eru ódýrari og þar með gerð aðgengileg fyrir stærri hóp til eignar. Verkið fer af stalli hins einstaka og verður hlutur (object) sem fleiri en einn getur átt, eru gjarnan smærri, og staðfesta gildi sitt ekki einungis með því að vera verk eftir ákveðinn listamann, heldur einnig með því að vera tölusett og áritað eintak og þá orðið hluti af stærri sögn sem er mikilvægt fyrir þann sem eignast verkið.
Fjölfeldi geta verið tví- eða þrívíð og hægt er að búa þau til með margvíslegum aðferðum. Á fimmtándu öld fóru listamenn að þróa aðferðir til að geta steypt verk í mót því það þótti mikill kostur að geta dreift verkum sem víðast. Þetta varð til þess að sjónræn menning efldist til muna í þeim löndum sem þekkingin var til staðar. Á átjándu öld fundu listamenn til dæmis upp aðferðir sem gerðu þeim kleift að móta skúlptúrverk úr t.d. leir, bronsi, gifsi og postulíni. Að steypa skúlptúra með því að nota mold eða sand varð vinsælt við framleiðslu verka sem gerð voru í upplagi og eru þær aðferðir ennþá mikið notaðar við gerð myndlistar. Einnig falla aðferðir grafíklistarinnar undir þessa skilgreiningu en verk unnin á þann hátt hafa þann ótvíræða kost að auðvelt er að gera sama verkið í mörgum eintökum.
Með tilkomu koparstungu á tímum barokksins verður dreifing og fjölföldun myndverka almennari. Koparstungan er aðferð sem notuð er við gerð grafíkmynda en þar er myndin grafin með nál í koparplötu og síðan þrykkt á pappír. Verkið Los caprichos, 1797 eftir Francisco Goya var með fyrstu þekktu fjölfeldunum sem búið var til í takmörkuðu upplagi. Ef litið er til listaverka tuttugustu aldar er verk Marcel Duchamps, Rotoreliefs frá árinu 1935 eitt af fyrstu fjölfeldum nútímalistarinnar og í þeirri mynd af fjölfeldum sem við þekkjum í dag, en verkið er sería af sex snúningsdiskum sem voru gefnir út í 500 eintökum.
Á sýningunni FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI er sjónum beint að verkum tuttugu og níu samtímalistamanna sem hafa til lengri eða skemmri tíma unnið að gerð fjölfelda (Multiple). Til þess að listaverk geti fallið undir þá skilgreiningu, þurfa verkin að vera gerð í þremur eða fleiri eintökum.
Orðið HLUTFELDI kemur úr orðasmiðju Magnúsar Pálssonar en á sýningunni má finna flest af þeim verkum þar sem hann vinnur með þessum hætti. Á sýningunni má finna þau verk Magnúsar sem enn eru til í fórum listamannsins og fjölskyldu hans en mörg af verkum hans eru nú í eigu safna eða í einkaeigu. Önnur verk á sýningunni eru unnin í samtali við MULTIS verkefnið yfir tveggja ára tímabil.
MULTIS sérhæfir sig í kynningu, útgáfu og sölu á fjölfeldum íslenskra samtímalistamanna og er markmið MULTIS að gera list aðgengilega almenningi og bjóða upp á myndlist eftir listafólk í fremstu röð íslenskra samtímalistar.
MULTIS setur fókusinn á fjölfeldi, verk sem gerð eru í a.m.k. þremur eintökum. Þetta geta bæði verið prent og skúlptúrar, allt eftir því hvað hentar hugmynd listamannsins hverju sinni.
FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI
EN//
Being able to create more than one copy of the same work has long followed the artist tradition. Many artists have created such works, which offers a different possibility than the unique artwork, and can be considered as an object somewhere between art and production. Works made in multiple copies are priced differently, are cheaper and thus made accessible to a larger group. The work goes from the standpoint of the individual and becomes an object that more than one can own, they are often smaller, and confirm their value not only by being a work by a certain artist, but also by being numbered and signed editions and then become part of a larger context, a narrative that is important to the person who acquires the work.
Multiples can be two- or three-dimensional and can be created using a variety of methods. In the fifteenth century, artists began to develop methods for molding works, as it was considered a great advantage to be able to distribute works as widely as possible. This led to a significant development of visual culture in the countries where the knowledge was available. In the eighteenth century, for example, artists invented methods that enabled them to create sculptures from, for example, clay, bronze or plaster and porcelain. Casting sculptures using mold or sand became popular in the production of works made in editions and these methods are still widely used in the making of art today. The methods of the graphic arts also fall under this definition, but works made in such a way have the undoubted advantage that it is easy to make the same work in many copies.
With the method of copper plating in the Baroque period, the distribution and reproduction of works of art became more general. The copper insert is a method used to make graphics, where the image is engraved with a needle in a copper plate and then printed on paper. The work Los caprichos, 1797 by Francisco Goya, was one of the first known multiples created in a limited edition. Looking at twentieth-century works of art, the work of Marcel Duchamps, Rotoreliefs from 1935, is one of the first multiples of modern art and in the form of multiples we know today, a series of six rotating discs, published in 500 copies.
The exhibition FJÖLFELDI - HLUTFELDI - MARGFELDI focuses on the works of twenty-nine contemporary artists who have worked for longer or shorter periods in creating multiples. In order for a work of art to fall under that definition, the works must be made in three or more copies.
The word HLUTFELDI is created by Magnús Pálsson, but in the exhibition you can find most of the works where he works in this way. The exhibition includes Magnús’ works that are still in the possession of the artist and his family, but many of his works are now owned by museums and collectors. Other works in the exhibition are made in a conversation with the MULTIS project over a two-year period.