Erlingur Jónsson og samtímamenn

Hér er eins konar yfirlitssýning á verkum Erlings Jónssonar sem hefur nú unnið í nokkra áratugi sem listamaður.  Erlingur vann lengi með myndhöggvaranum Sigurjóni Ólafssyni og stofnaði m.a. Baðstofuna myndlistarskóla í Keflavík.  Hann var einnig lengi kennari í Keflavík en fluttist svo til Noregs.

 

Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir í sýningarskrá ma.a ''Þetta tvennt, innlifunarhæfileikinn og bókmenntirnar, er sennilega það sem sett hefur ríkulegast mark á listsköpun Erlings sjálfs. Hið fyrrnefnda skýrir að hluta næmið sem kemur fram í myndum af samtímamönnum, meðvitundina um að sérhver andlitsdráttur skipti máli þegar móta skal eftir lifandi andliti. Bókmenntirnar eru svo kveikjan að mörgum og fjölbreytilegum skúlptúrum listamannsins, sem velunnarar hans í Keflavík hafa sett upp í bæjarlandinu á undanförnum árum. “