Erla S. Haraldsdóttir

Nafn

Erla S. Haraldsdóttir

Ferilskrá

Erla S. Haraldsdóttir vinnur með málverk, hreyfimyndir, myndbönd og samsettar ljósmyndir til að nálgast og endurskapa veruleikann. Hún er málari sem stundaði akademískt nám í sinni grein. Erla S. einbeitir sér nú að málverki þar sem efniskennd málningar og litar skapa rými, ljós og skugga. Verk hennar fanga hlutbundið málverk, óhlutbundinn lit og mynstur í fágun málverksins. Viðfangsefni verkanna er að kanna hvernig minningar, tilfinningar og skynjun hafa samverkandi áhrif. Sjálf aðferðafræði er í brennidepli í vinnuferlinu, sem oft á rætur að rekja í reglum, ýmsum boðum og bönnum, og tengjast stöðum eða sögum og verkefnum, þar sem fyrirmæli annarra hafa áhrif á útkomuna.

Oft notar hún svipaðar aðferðir í kennslu og flóknum samstarfsverkefnum. Þessari hlið verka hennar er lýst í útgefnu efni, til að mynda bókinni Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty (Reykjavík: Umeå Academy of Fine Arts and Crymogea, 2014), sem byggir á verkstæðisvinnu í Nýlistasafninu (2013) og Verkligheten art space í Umeå (2014), og jafnframt í nýjustu bók hennar, Make a Painting of Trees Growing in a Forest (Reykjavík: Crymogea, 2015).

Meðal staða þar sem Erla Sylvía hefur sýnt verk sín má telja: Dómkirkjuna í Lundi, The Crypt, (Svíþjóð), Hallgrímskirkju, (Reykjavík, Íslandi), Kalmar Konstmuseum (Svíþjóð), Moderna Museet (Stokkhólmi), Listasafnið á Akureyri, (Íslandi), Kunstverein Langenhagen (Þýskalandi), Bielefelder Kunstverein (Þýskalandi), Künstlerhaus Bethanien (Berlín), Berlinische Galerie (Berlín) og the Momentum Biennial of Contemporary Art (Moss, Noregi). Verk hennar eru í safneign listasafna á Íslandi (Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Listasafnið á Akureyri, Listasafn ASÍ) og í Svíþjóð (National Public Art Council, Moderna Museet). Hún hefur dvalið í ýmsum gestavinnustofum, þar á meðal, Bag Factory Artists Studio (Jóhannesborg), Künstlerhaus Bethanien (Berlín), Cité des Arts (París), and Ateliers ’89 (Oranjestad, Aruba). Á meðal nýlegra sýninga Erlu Sylvíu má telja Genesis (Galleri Konstepidemin Gautaborg) Genesis (Hallgrímskirkja, Reykjavík) Make a Painting of Trees Growing in a Forest (Kalmar Konstmuseum), 2016, Nýmálað 2 (Listasafn Reykjavíkur) 2015, Project Metropolis (Silesian Museum, Katowice), 2015, Visual Wandering (Listasafn ASÍ, Reykjavík), 2014, M:E:E:H. í Sjálfstæðu Fólki, Listahátíð í Reykjavík, 2012, and Moment-Ynglingagatan 1 (Moderna Museet, Stockhólmi), 2011.

Erla S. stundaði nám við Konunglega Listaháskólann í Stokkhólmi, the San Francisco Arts Institute og útskrifaðist frá Listaháskólanum Valand í Gautaborg 1998.

Hún fæddist í Reykjavík, en býr og starfar í Berlín. Frá 2011 til 2015 var hún gesta prófessor við Listaakademíuna í Umeå, Svíþjóð.

Þýðing, Guðbjörg H. Leaman