Enn berast góðar gjafir
Listasafni Reykjanesbæjar barst stór gjöf á dögunum þegar börn listakonunnar Ástu Árnadóttur, þau Sigríður Júlía Bjarnadóttir og Arnar Bjarnason, gáfu safninu tæplega 50 listaverk eftir Ástu. Ásta er Reyknesingum að góðu kunn sem einn helsti vatnslitamálari svæðisins og er það safninu mikils virði að eignast svo mörg góð verk eftir Ástu en flest verkanna eru einmitt vatnslitamyndir. Þess má geta að í tilefni 15 ára afmælis listasafnsins í ár, verður ein af afmælissýningunum í Duus Safnahúsum í sumar, sýning á vatnslitamyndum eftir Ástu.
Einnig bárust safninu verk eftir Sævar Helgason og Helga S. þegar hjónin Sigrún Guðmundsdóttir og Eiríkur Hjartarson komu færandi hendi. Einsog áður hefur komið fram þá er það Listasafni Reykjanesbæjar mikils virði að eignast verk eftir heimamenn og vill safnið færa gefendunum miklar þakkir.