Elínrós Blomquist Eyjólfsdóttir

Nafn

Elínrós Blomquist Eyjólfsdóttir

Ferilskrá

Elínrós býr og starfar í Reykjanesbæ og hefur tekið þátt í sýningum víða bæði á Íslandi og erlendis. Eftir víðtækt nám í postulínsmálun hóf Elínrós nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands þar sem hún lauk námi úr málaradeild á árinu 1987. Árið 1995 lauk hún mastersnámi í málun frá Skidmore College í Bandaríkjunum. Hún hefur einnig sótt fjölda námskeiða erlendis og verið í gestavinnustofum. Elínrós er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og í Nordiska Akvarellsallskapet.