Eitt ár í Færeyjum

Sýningin Eitt ár í Færeyjum er ljósmyndasýning sem er afrakstur samkeppni sem Norræna húsið í Færeyjum stóð fyrir árin 2016-17 og var sumarsýning Norræna hússins í Þórshöfn sumarið 2017.   Öllum Færeyingum var boðið að senda inn ljósmyndir sem lýstu daglegu lífi og náttúru í Færeyjum á einu ári, nánar tiltekið frá flaggdeginum 2016 til flaggdagsins 2017.  Alls bárust rúmlega 600 myndir í keppnina og hér má sjá vinningsmyndirnar 12 útprentaðar en allar aðrar innsendar myndir eru sýndar á skjá.

Eftirtaldir eru höfundar vinningsmyndanna:

Sigmund Vang
Pól Esper H. Hansen
Edvard Nyholm Debess
Tróndur Dalsgard
Hanna Svartafoss
Oddfríður Marni Rasmussen
Jógvan Horn
Bjarni Mohr
Turid Vestergaard
Erhard Jacobsen
Bárður Nielsen
Elinborg Christel Nygaard

Við viljum benda gestum á „systursýninguna“ í Listasalnum sem er unnin eftir sömu hugmynd og heitir Eitt ár á Suðurnesjum.  Sú sýning er líka ljósmyndasýning sem er afrakstur samkeppni sem Listasafn Reykjanesbæjar stóð fyrir 2017-18.  Öllum Suðurnesjamönnum var þá boðið að senda inn ljósmyndir sem lýstu daglegu lífi og náttúru á Suðurnesjum á einu ári, nánar tiltekið frá 17.júní 2017 til 17.júní 2018.   

Mynd: Elinborg Christel Nygaard
Heiti: Ongin törvur á ordum