Duosystur með leiðsögn

Sunnudaginn 12. mars kl. 15:00 verða þær systur Sara og Svanhildur Vilbergsdætur með leiðsögn um sýningu sína Úlfatími og er viðburðurinn liður í Safnahelgi á Suðurnesjum sem haldin er laugardag og sunnudag. Þær systur eru þekktar fyrir litskrúðug verk sín sem segja endalausar sögur, bæði þessa heims og annars og nú bregður við nýjum tóni sem ekki hefur sést áður.  Sara og Svanhildur mála sem fyrr saman, sömu verkin og á sýningunni Úlfatími má sjá 20 olíuverk sem flest eru ný og hafa ekki sést áður. Ókeypis aðgangur er í söfn á Suðurnesjum þessa helgi og hvetjum við því alla að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í menningarferð suður með sjó. Allt um Safnahelgina má finna hér.