Distill Tíminn tvinnaður

,,Ljóðlistin birtist aftur eins og dögunin og kvöldhúmið.” Jorge Luis Borges

 

Tíminn tvinnaður er sýning sem kannar hugmyndir fyrirbærafræði vísindanna, endurtekningarinnar og líkamans. Verkin á sýningunni eru unnin af listhópnum “Distill”. Í hópnum eru sjö nútímalistamenn sem búsettir eru í borgum víða um heim og spannar list þeirra sviðið frá tvívíðum hlutum í skúlptúra og innsetningar.

 

Hugmyndin um endurtekninguna endurómar í ljóðlínu Jorge Luis Borges í ljóðinu Arte Poetica: ,,Ljóðlistin birtist aftur eins og dögunin og kvöldhúmið.”1 Þar leggur Borges áherslu á að ljóðið sé endalaust afturvirkt. Í bók sinni Phenomenology of Perception gerist Maureice Merleau-Ponty málsvari þess að sterk tenging sé milli líkama og hugar.2 Á svipaðan hátt notar hann vanann sem samheiti yfir ,,færni.” Þetta gerist þegar maður lærir að dansa: endutekning skrefanna verður sjálfvirk. Líkaminn rekur skrefin með hugsanlegum útúrdúrum. Alveg eins og í ljóðinu, endurtaka listamennirnir í Distill á svipaðan hátt sama myndmál og tilfinningar.

 

Í Untitled eru appelsínugulir og bleikir sammiðja ferningar Amy Barillaro búnir til úr strái. Þessi pýramída uppsetning minnir á völundarhús Borges – stíg sem getur endað hvar sem er. Í Green and Pink Checks, eru stráhrúgurnar settar saman í einingunni níu og mynda þær þannig blómamynstur. Í Pinstripe, undirstrika græn og turkísblá stráin einhverskonar hlykkjótt form í snákslíki. Listakonan víkkar út endurtekninguna með margfeldni og endalausum útfærslum völundarhússins.

 

Í verkinu Target II býr Ann Chuchvara til lítil hringlaga form sem minna á op eða brjóst. Plastið með sínu ljósbleika endurkasti viriðist fljóta eins og sjávarlöður. Eins og listamaðurinn segir sjálf frá: ,, Með notkuninni á efniviðinum sem ég vek upp líkamleg skynhrif.” Verkið Fall er gerti úr hálf gegnsæum pappír og samtvinnast verkið eins og blómstrandi laufskrúð. Þrjár klifurjurtir hanga frá loftinu og kasta skuggaspili á vegginn. Útskorin, endalaus, formin vitna um alúð listakonunnar við gerð verksins. Sú gífurlega vinna sem að baki liggur vitnar um líðandi tíma.

 

Í Sample #7 sýnir Tsehai Johnson okkur hvíta postulínshluti með loðnu veggfóðurs mynstri í kremuðum lit. Sample #8 eru bláir nytjahlutir fyrir baðherbergi sem með burstum sínum gefa í skyn eitthvað heimilislegt sem rímar við abstrakt líkamlega tengsl. Í Sample #9 blandar hún saman lífrænum formum leirsins og gráum veggfóðursmynstrum. Tsehai Johnson blandar saman í eina heild innri eigindir líkamans með guðdómlegu formi flórunnar. Fyrir henni eru verk hennar sameining og tenging milli þess heimilislega og líkamlega.

 

Sem hluti af skúlptúr syrpunni Rope Memory skapar Julie Poitras Santos verkið Refrain, reipi úr pappír og gúmmíi. Hangandi reipið vekur upp hrollvekjandi tilfinningu – hugleiðingu um dauðann. Svört úrskorin formin eru í einni bendu. Slöngueiginleikar þessa sporöskjulaga myndverks minna á verk Amy Visockis. Endurteknu lögin undirstrika markvissa og kerfisbundna nálgun, í það óendanlega. Í verkinu Return býr hún til gúmmívef sem hlykkjast eins og hraðbrautir Los Angeles borgar.

 

Með daglegri söfnun á plastböndum frá dagblaðabúntum fjallar Hrafnhildur Sigurðardóttir í verkinu Time-Space um tíma-rýmis samfelluna. Witch’s Teat er hringlaga heklað form með drjúpandi totu sem vísar óbeint til hins fullkomna brjósts. Hvítar baldursbrár þekja grænt teppið. Sem sambræðingur endurtekinna blóma og líkamlegs myndmáls, minna þau einnig á brjóst. Í þessu myndverki ýjar Hrafnhildur Sigurðardóttir að lagi Pete Seeger Where have all the flowers gone? Verkið er þannig virðingarvottur við fallna í stríðum nútímans.

 

Í verkinu Go with the Flow prjónar Patricia Tinjajero-Baker spólur með borða inn í myndbandsspólur sem hengdar eru upp með þræði. Að hennar sögn er þetta verk innblásið af ímynd hinnar eilífu bylgju. Það þjónar sem samlíking fyrir mannleg tengsl. Sem hluti af myndverkaröðinni Landscraps and Scrapscapes er innsetningin Skate Race úr tréstaurum með litríka heklaða toppa. Fyrir ofan hanga bollar og hattar sem límdir við vegginn. Eins og virki sem afmarkar landsvæði, deilir það á áganginn á landið í villta vestrinu.

 

Myndverk Jaeha Yoo Untitled nýtir sér framsetningu og túlkun á tuskudýrum eins og bangsann Bangsímon og kettinum Felix. Hið línulega form kassans stendur í mótsetningu við tómleika áður uppstoppaðara leikfanga, en það sem eykur enn á óþægilega tilfinningu eru afskorin eyrun sem fest eru á botn kassans. Fjarlægð eyrun vísa óbeint í útskúfunartilfinningu. Verk Jaeha Yoo vísa í minningar sem skjótast upp á ný frá draumum barnæskunnar.

 

Á sýningunni Tíminn tvinnaður má sjá margbrotnar bollaleggingar á hugtökunum tími og endurtekning. Þó að myndlistarmennirnir fáist við þessi málefni fyrirbærafræðanna, er útkoman samansafn þess besta úr mörgum fræðum og full af andagift. Þessi samvinna gæti einungis verið hugsanleg á okkar dögum vegna framfara í samskiptum á þessum tíma hnattvæðingar. Þessi listsýning endurspeglar nálgun í anda Borges, þar sem hinar mismunandi leiðir sem farnar eru, hafa gert hugsanlegan allt annan listrænan veruleika.

 

Cecilia Foote Borges

 

1.Jorge Luis. Antologia Poetica. Madrid: Alianza Editorial, 1996.

2.Merleau-Ponty,Maurice. The Phenomenology of Perception. London: Routledge, 2003.