Dagskrá og opnunartímar yfir hátíðarnar

Sýningu Finns Arnar, FERÐ, lýkur sunnudaginn 21. desember.

Fyrsta sýning á nýju ári verður opnuð 23. janúar en það er sýning á verkum Gunnlaugs Blöndal í sýningarstjórn Bjargar Erlingsdóttur.

Að öðru leyti eru opnunartímar á þá leið í Duushúsum að lokað er 23. - 26. desember, opið 27. - 30.desember og lokað 31. desember - 1. janúar. Í húsunum er sýningin Bátafloti Gríms Karlssonar, samsýning Handverks og hönnunar NET á þurru landi, farandsýning frá Síldarminjasafninu á Siglufirði um 100 ára sögu bræðsluiðnaðar á Íslandi, sýning á verkum Erlings Jónssonar myndhöggvara og nýsýning Byggðasafns Reykjanesbæjar, Þyrping verður að þorpi, í nýuppgerðu Bryggjuhúsi.

Um leið og við bjóðum ykkur velkomin sendum viðokkar bestu jóla- og nýárskveðjur til gesta okkar og viðskiptavina og hlökkum til samstarfs á nýju ári.