Carlos Barão

Í verkum sínum sækist Barão eftir því að ná til tilfinninga áhorfandans. Viðfangsefni hans er að kljúfa niður þá heima sem við hrærumst í og smækka tilveru okkar. Efniviðurinn er minningarnar, staður þar sem táknin og þeir hlutir sem snerta hinn innra mann líða ósjálfrátt og stjórnlaust fyrir augum. Striginn birtist yfirfullur af hreyfingu og mannlegum hugsunum í baráttunni gegn ruglingslegum myndleiftrum og myndbrotum sem fara í gegnum einn mannsheila á ævinni. Tilfinningar og skynjanir eru vörðurnar. Með því að etja saman andstæðunum hugsýnir og falssýnir, birtast úr hugskotinu leiðir sem útskýra, vekja upp endurminningar, ná fram hugtakatengslum, gleymd ferðalög og afneitun sárra minninga. En hann hefur líka hæfileikann til að sjá hið hversdaglega. Frá myndskeiðum ægir saman órói og æsingur en gefur líka af sér fullkomnun og heitstrengingu um að fara ekki illa með þá sem skoða í leita að sannleika. Í verkum hans er ekki reynt að villa um fyrir þeim sem skoða, verkin geisla út til áhorfandans þeim neista er vekur gleði sköpunarinnar og eftirvæntingar þess sem uppgötvar.

Úr sýningarbæklingi eftir Margarida Salet listfræðing.