Blossi: Listamannaleiðsögn
Verið velkomin á leiðsögn Sossu og Antons Helga sunnudaginn 8. okt. kl. 15:00. Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.
Á sýningunni eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna.
Sossa og Anton Helgi Jónsson eiga það sameiginlegt að hafa bæði velt fyrir sér margbreytileika mannlífsins, hún í málverkum og hann í ljóðum. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Blossi er samsýning þeirra á málverkum og ljóðum sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna.