Baltasar Samper

Nafn

Baltasar Samper

Fæðingardagur

09. janúar 1938

Ferilskrá

Fæddur: 1938 í Barcelóna, Katalóníu. Búsettur og starfandi á Íslandi frá 1963. 

Menntun: 1954 -1961 Facultat de Belles Arts de l’ Universitat de Barcelona; 1958 -1961 Grafík við Institut del Llibre de Barcelona; 1980 -1981  Litografía í Bandaríkjunum; 1982 –1984 Ferðir til Mexico til rannsókna á þarlendri freskutækni.

Sýningar: 1964 - 2007 Um fjörutíu einkasýningar á Íslandi og víða erlendis.

Stórskreytingar: Flateyar kirkja (120 m2 syntetísk freska), Ólafsvallakirkja (olía á striga), Klaustur í Garðabæ (steinn og málmur), Kapella í hjúkrunarheimilinu Víðinesi (olía á striga), Kapella á dvalarheimilinu Skjóli (olía á striga), Víðistaðakirkja í Hafnarfirði (200 m2 fresco), Vídalínskirkja í Garðabæ (encaustic á striga), Húnavallarskóli (42 m2 fresco), Hraðfrystihús Eskifjarðar (40 m2 útilistaverk, syntetísk freska), Heilsugæslustöð Kópavogs ( 4 metra hár útiskúlptúr corten stál, unninn í samvinnu með Kristjönu Samper),Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (200 m2 útiskúlptúr corten stál unninn í samvinnu með Kristjönu Samper).

Baltasar vinnur með blandaða tækni í  myndverkum sínum og síðusta áratug hefur hann aðallega unnið með encaustic tækni ( innbrennt vax).  Baltasar stundar grafík, aðallega ætingu og litografíu.

Aðal viðfangsefni hans á u.þ.b. tuttugu og fimm ára tímabili hefur verið hin norræna goðafræði auk þess að mála portrait og vinna myndir úr heimi hestsins sem hefur verið honum ákaflega hugleikinn og táknrænn.

Baltasar var valinn heiðurslistamaður Kópavogs 2007.