Ásgeir Bjarnþórsson (1899 - 1987)

Nafn

Ásgeir Bjarnþórsson (1899 - 1987)

Ferilskrá

Ásgeir var fæddur 1899 í Mýrarsýslu. Borgin Munchen var aðal námsstaður hans en Ásgeir nam einnig málaralist í Kaupmannahöfn, Berlín, Dresden og Leipzig. Hann fór að teikna barn að aldri og þegar hann var 16 ára nam hann hjá Ríkharði Jónssyni og í framhaldi af því hjá Ásgrími Jónssyni. Tvítugur fór hann til Kaupmannahafnar og loks til Þýskalands árið 1922. Eftir 12 ára veru erlendis sneri hann aftur heim til Íslands. Um sjálfan sig sagði Ásgeir: „Þegar ég var að byrja á listabrautinni var nýtt tízkutímabil að hefjast og ég var talinn gamaldags og ófær í alla staði. Nú þegar ég er kominn á níræðisaldur er ég kominn í tízkuna eins og hún er í Ameríku í dag. Góður listamaður er aldrei tízkumaður, hann er það sem Guð gefur honum inn.“

Heimild: Listasafn Reykjavíkur