Arnbjörg Drífa Káradóttir

Nafn

Arnbjörg Drífa Káradóttir

Ferilskrá

Arnbjörg Drífa hefur unnið með leir í yfir tuttugu ár, hún er menntaður keramískur hönnuður frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Drífa var í starfsnámi í Kaupmannahöfn hjá Christian Bruun 2016 – 2017. Hún er í hópi Raku-skvísanna sem koma reglulega saman og holu- og rakúbrenna leir og sýndu þær m.a. á Ljósanótt 2019. Drífa rekur eigin vinnustofu í Reykjanesbæ, þar sem hún leggur megin áherslu á rennslu bæði með postulín og steinleir. Lífangar er fyrsta einkasýning Drífu. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir myndlistarmaður.