Fagurfræði uppsöfnunar
Eitt af því sem listir og vísindi eiga sammerkt er eins konar söfnunarárátta, sem brýst út í samantekt rannsakenda á öllu því sem tilheyrir tilteknu umfjöllunar-eða rannsóknarsviði. Náttúrufræðingar stefna ótrauðir að því að hafa upp á og flokka til hlítar allar dýrategundir sem hrærast á (og undir) jarðskorpunni, stjarneðlisfræðingar sækjast eftir upplýsingum um allar stjörnur og stjörnuþokur alheimsins og erfðafræðingar eru ekki i rónni fyrr en þeir hafa haft upp á genamengi alls lífríkisins. Á vettvangi listanna vilja fræðimenn draga saman og hafa til hliðsjónar gjörvallt ævistarf listamanna; sérhvert pappirssnifsi frá hendi myndlistarmanna, allar tónsmíðar tónskálda, öll handrit rithöfunda.
Undirliggjandi þessari upplýsingasöfnun er sú fullvissa býsna margra að einungis „sagan öll“ tryggi endanlegan sannleika um það sem er til rannsóknar. En þeir eru til sem halda því fram að þennan sannleika sé ekki endilega að finna í endanlegu samsafni tegunda eða hluta, heldur nægi mönnum vel valið úrtak til úrvinnslu. Til að mynda hafa brautryðjendur í gerð og túlkun skoðanakannanna sérhæft sig í að draga stórar ályktanir af vel völdum úrtökum. En uppsöfnuð þekkingin er eftir sem áður af hinu góða, hvernig sem menn kjósa að vinna úr henni.
Í rauninni eru tilraunir til að hafa upp á „sögunni allri“ dæmdar til að mistakast, því engin rannsókn getur nokkurn tímann verið endanleg eða tekið af öll tvímæli. Samt sem áður hefur löngunin til að gera slíkar tilraunir og framkvæma slíkar rannsóknir verið listamönnum sem fræðimönnum meiri aflgjafi en flest annað. Hvergi hefur þeim mistekist betur - „failed better“, svo notað sé orðalag Samuels Beckett – en í viðleitninni til að ná utan um allt sem er.
Í sjónlistum hefur meira að segja orðið til eins konar „fagurfræði uppsöfnunar“, þar sem áhrifamáttur listaverka og um leið listræn gæði eru mæld eftir því hversu mikið listamaðurinn kemst yfir að skrásetja. Af praktískum ástæðum eru það helst listamenn með áhuga á ljósmyndum sem ástundað hafa uppsöfnunarmyndlist af þessu tagi. Hún er ein helsta forsenda konseptmyndlistarinnar, sjá t.d. verksmiðjuturnana sem Berndt og Hilla Becher ljósmynduðu um gjörvallt Þýskaland á sjöunda áratugnum. Uppsöfnunarmyndlistin kemur einnig við sögu popplistar, gott dæmi eru málverk Andys Warhol og ljósmyndir Eds Ruscha af hverju einasta húsi við Sunset Strip, aðalgötuna í Los Angeles, sem er öðrum þræði tilraun til skrásetningar á þreyttum „glamúr“ bandarísku kvikmyndaborgarinnar.
Fagurfræði uppsöfnunar á sér einn mikilhæfan talsmann á Íslandi. Á níunda áratugnum réði þýsk-svissneski myndlistarmaðurinn Dieter Roth ungan íslenskan ljósmyndara til að taka myndir af öllum húsum í Reykjavík. Fyrir Dieter var þetta ljósmyndasafn eitt heildstætt listaverk. Það er varðveitt í Nýlistasafninu, aðgengilegt áhugafólki um jafnt myndlist sem skipulagsmál. Eins konar viðauki við þetta húsasafn er svo bók Öldu Lóu Leifsdóttur, „Fólkið við Þórsgötu“, sem gefin var út 2012, en þar birtir hún ljósmyndir af öllum íbúum í húsunum við umrædda götu í Reykjavík, þ.á.m. eigin fjölskyldu.
Metnaður þeirra Björgvins Guðmundssonar ljósmyndara og félagsskaparins Ljósop í Reykjanesbæ stendur til enn umfangsmeiri uppsöfnunar. Upprunaleg áform þeirra snerust um almenna hyllingu íbúa Reykjanesbæjar, gerð andlitsmynda af ákveðnum fjölda bæjarbúa á öllum aldri. Framkvæmdin hefur nú undið upp á sig. Sú sýning sem kynnt er hér á Ljósanótt er fyrsti kafli mikillar herferðar, hverrar endanlegt markmið er að taka ljósmyndir af öllum núlifandi Reyknesingum, heimamönnum jafnt sem burtfluttum íbúum bæjarins. Vissulega er hér ekki tjaldað til einnar nætur, en takist þeim Björgvin og félögum hans þetta ætlunarverk sitt, að öllu eða langmestu leyti, er hér lagður grunnur að mikilsverðu framlagi til uppsöfnunarmyndlistar, og ekki síður til áttahagabundinnar sagnfræði, mannfræði og félagsfræði.
Aðalsteinn Ingólfsson
THE AESTHETICS OF ACCUMULATION
One of the things the arts and the sciences have in common is a drive towards completeness, which manifests itself in an attempt on the part of its practicioners to accumulate everything relating to the field under investigation. Natural scientists seek to gather information on all living organisms, on and below the earth‘ s surface, astrophysicians collect data on all galactic bodies in the known universe and geneticists will not rest until they have access to the genome structure of every single animal in existence. In the field of arts and culture in general, scholars feel the need to have at their disposal the total output of all significant artists: every bit of paper with markings by artists, all musical notations by composers, all extant manuscripts by writers.
This relentless gathering of information is driven by the conviction of many serious scholars that „completeness“ alone will reveal „essential truths“ about the subject matter they happen to be researching. However, there are those who maintain that these „truths“ are not necessarily discovered by perusing the finite collection of species or objects, but by focussing on a choice selection of these species and objects. The pioneers of mass surveys, the Gallups of this world, have turned such selections into significant indicators of public opinion.
To be sure, going for „completeness“ is bound to fail, for no gathering of information can ever be finite or conclusive. Yet the drive to complete a task or research it exhaustively has inspired many scholars and artists. In no task have they „failed better“ – to use Samuel Beckett‘s parlance – than in their efforts to cover „everything“.
In the visual arts there is even an „aesthetic of accumulation“, where the effectiveness and aesthetic charge of art works are measured by the amount of facts or objects they manage to incorporate. For pratical reasons, artists using photography have been at the forefront of this aesthetic. It is one of the premises of conceptual art; see f.i. the industrial cooling towers that artists Bernt and Hilla Becher photographed throughout Germany in the 1970s. This aesthetic also surfaces in Pop Art, notably in the work of Andy Warhol and Ed Ruscha‘s photographs of all the houses on the Sunset Strip in Los Angeles.
The aesthetic of accumulation has at least one important proponent here in Iceland. In the 1980s, German-Swiss artist Dieter Roth, resident in Iceland from the late 1950s until the mid Sixties, hired a young artist to photograph every single house in Reykjavik. To Roth, this „complete“ record of the city was a work of art in itself. It is now preserved in the Living Art Museum in Reykjavik, accessible to scholars of art and architecture. A book of photographs by Alda Lóa Leifsdóttir that came out in 2012 can be seen as a kind of epilogue to Roth´s „accumulation“of houses. Entitled „The people of Þórsgata“, it featured photographs of all the people living in the street in question, her own family included.
The ambition of photographer Björgvin Guðmundsson and the „Ljósop“ club of photographers in Reykjanesbær is even grander. Originally they intended to put together a general celebration of the people of their home town in the form of portraits of a few select men, women and children of all ages. They have now expanded their idea considerably. The exhibition which is presently being opened during the „Ljósanótt“ festival is the first stage of a vast project, which involves photographing every single inhabitant of Reykjanesbær, current residents as well as those who have moved away.
This is obviously not an easy task. Should Björgvin Guðmundsson and his collaborators succeed, wholly or partly, they will be laying the foundation for an epic piece of „accumulative art“, as well as for a a documentary archive of immense value to future historians, sociologists and anthropologists.
Aðalsteinn Ingólfsson