Sýning á verkum fimmtán íslenskra kvenna úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar í tilefni þess að árið 2015 eru liðin 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt. Á sýningunni má m.a. sjá olíuverk, tússteikningar og vatnslitamyndir og hafa verkin komist í eigu safnsins á síðustu fimmtán árum.
Sýningarstjóri er Valgerður Guðmundsdóttir.