Helgi S. Jónsson
Nafn
Helgi S. Jónsson
Ferilskrá
Helgi S. Jónsson var fæddur 1910 í Hattardal í Álftafirði en flutti til Keflavíkur árið 1935 og stóð í fylkingarbrjósti ótrúlega margra félaga og málefna sem hann sinnti af miklum dugnaði og trúmennsku. Helgi var oft í fararbroddi, kveikti eldinn en fól hann svo öðrum er nýjar hugmyndir kölluðu hann til annarra verka. Hann var fjölhæfur listamaður, leikari, listmálari, myndskeri, vel ritfær og mjög mælskur.