Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir

Nafn

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir

Ferilskrá

f. 1981

aslaugfridjons@gmail.com
www.aslaugiriskatrin.com

Menntun:

Listaháskóli Íslands, B.A. 2006
School of Fine Arts, New York City, MFA, 2009

Helstu sýningar:

Listasafn Akureyrar, Rými málverksins,  2012
Ásmundarsafn „Ég hef aldrei séð fígúratíft rafmagn“, 2014
Hverfisgallerí, Yfirborð, einkasýning, 2015
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið, Mynd// Hlutur,  2015

„Það er mikilvægt að abstrakt list sé lifandi í nútímasamfélagi. List sem ekki þarf að skilja í hugmyndafræðilegu samhengi heldur þarf að upplifa gegnum skynjun. Abstrakt list talar eigið tungumál sem er alþjóðlegt líkt og tónlist.

Þrátt fyrir að vinna abstrakt tel ég verkin mín vera í beinu sambandi við samtímann til dæmis í gegnum efnisnotkunina. Ég nota gólfdúka ásamt vatnslitum, blýanti, akríl, spreymálningu o.fl. Gólfdúkarnir eru náttúrusteinslíki og þegar ég nota þá er það bæði vísun í klassíska list og jafnframt er það vísun/komment á okkar tíma og  hönnunarumhverfi, (borgir/híbýli).

Þegar ég fór í framhaldsnám til New York opnaðist fyrir mér nýr heimur. Þar fann ég ekki fyrir þessari þungu áherslu á konseptlistina eins og á Íslandi. Þar upplifði ég að öll gerð myndlistar var jafn gild. Ef maður vildi nota bláan lit á einhverjum stað var fullgild ástæða að gera það vegna þess að á öðrum stað notaði maður rauðan lit, ef það gekk upp í sjónrænu samhengi verksins. Þar hitti ég kennara og nemendur sem töluðu sama tungumál og ég. Tungumál forma, lita, efnis og myndbyggingar.“