TÖSKUR

Þann 13. nóvember kl. 18 verður opnuð töskusýning í Duushúsum í Reykjanesbæ.
 
Í mars 2014 stóð HANDVERK OG HÖNNUN fyrir samkeppni um töskur og tóku fjölmargir þátt. Hvatt var til endurnýtingar og endurvinnslu en það var þó ekki skilyrði. Valið var úr innsendum töskum og þær sýndar á sýningu í Kringlunni í mars 2014. Töskurnar eru úr ólíkum efnum, dagblöðum, niðursuðudósum, kaffipokum, rekavið, leðri og sigtum svo eitthvað sé nefnt.
Nú er töskusýningin sett upp að nýju mun hún standa til 10. janúar 2016.

Sýnendur eru Arndís Jóhannsdóttir, Arnþrúður Halldórsdóttir, Bjargey Ingólfsdóttir, Fríða Ragnarsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Heiðrún Björk Jóhannesdóttir/Ísa-fold design, Helena Sólbrá, Helga Ósk Einarsdóttir, Jóna Imsland, Lene Zachariassen, Magdalena Sirrý, Margrét Guðnadóttir, María Manda, Ragnheiður Guðjónsdóttir/Sifka design, Sigríður Júlía Bjarnadóttir og Steinunn Aldís Helgadóttir.