Halla Margrét Jóhannesdóttir leiðir listhugleiðslu - Safnahelgi á Suðurnesjum
Sunnudagur, 27. október 2024
Listhugleiðsla hjá Listasafni Reykjanesbæjar vegna Safnahelgar á Suðurnesjum.
Halla Margrét Jóhannesdóttir leikari, rithöfundur, jógakennari og verkefnastjóri miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur leiðir listhugleiðslu, klukkan 13:00, sunnudaginn 27. október.
Hugleitt verður út frá verkinu Birting, eftir listamanninn Bjarna Sigurbjörnsson. Stólum verður raðað í kringum verkið, þar sem gestir munu hvíla á meðan hugleiðslan fer fram.
Listhugleiðsla er fyrir öll, ókeypis aðgangur.
Við vonum að sem flest sjái sér fært um að mæta.