Steingrímur Eyfjörð

Name

Steingrímur Eyfjörð

Biography

Steingrímur Eyfjörð (f. 1954) hóf að starfa í myndlist á áttunda áratug síðustu aldar, hann hefur unnið með fjölbreytta miðla og ólík viðfangsefni m.a. menningararfleið Íslendinga, þjóðsögur og hjátrú.

Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1975 og 1978, er einnig menntaður í Edinborg og Helsinki og stundaði framhaldsnám í Hollandi 1980­ – 1983.

Steingrímur hefur haldið fjöldamargar einkasýningar síðan 1977, ásamt því að vera valinn til þess að taka þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis og alþjóðlega.

Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2007 með verkið Lóan er komin sem samanstendur af 13 sjálfstæðum verkum og þar á meðal er Gerðið sem sýnt er á Listasafni Reykjanesbæjar.