Fríða Dís Guðmundsdóttir
Name
Fríða Dís Guðmundsdóttir
Biography
Fríða Dís Guðmundsdóttir
150287
Hagamelur 53
107 Reykjavík
615-6452
fridagudmunds@gmail.com
Um mig:
Ég er tónlistarmaður uppalin í Sandgerði og búsett í Vesturbænum. Ég hef mikinn áhuga á hvers kyns list, mannréttindum, dýrum, kaffi og sálfræði.
Námsferill:
2016-2017: Stunda nám í jazzsöng við Tónlistarskóla F.Í.H.
2015: Útskrifuð með B.A. gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands
2013 - 2014: Stundaði skiptinám í listfræði við Sorbonne IV í París
2011: Hóf nám í listfræði við Háskóla Íslands
2009: Lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
Tónlistarferill:
Ég hef starfað sem tónlistarmaður síðan ég var sextán ára gömul, aðallega sem söngkona, texta- og lagasmiður með Klassart, Eldum og Trilogiu sem og öðrum verkefnum.
Plötur sem ég hef komið að með einum eða öðrum hætti:
2016: Íkorni – Red Door
2014: HEK – Ondinnonk
2014: Klassart – Smástirni
2013: Íkorni – Íkorni
2012: Jónas Sigurðsson – Þar sem himinn ber við haf
2012: Eldar – Fjarlæg nálægð
2011: Baggalútur – Áfram Ísland
2010: Klassart - Bréf frá París
2007: Klassart - Bottle of Blues
2005: Matti Óla – Nakinn
Tabula Rasa:
Ég steig mín fyrstu skref í tónlistinni með hljómsveitinni Tabula Rasa með Finnbirni Benónýssyni. Við tókum upp eina plötu árið 2005, Suicide Pistol, en platan var þó aldrei gefin út. Tabula Rasa kom fram á fjölmörgum tónleikum og þá oftast með trommuleikaranum Sverri Leifssyni.
Klassart:
Klassart var í fyrstu gæluverkefni Smára Guðmundssonar, bróður míns, í upphafi aldarinnar. Hann samdi nokkur lög og leitaði svo til litlu systur, mín, en ég var þá 17 ára, og fékk mig til að syngja við nokkur þeirra. Við komum fram á nokkrum trúbadorakvöldum í Sandgerði og árið 2006 tókum við svo þátt í blúslagakeppni Rásar 2 með laginu Bottle of Blues. Lagið bar sigur úr býtum og í kjölfarið hófum við upptökur á plötu. Við leituðum til upptökustjórans Guðmunds Kristins Jónssonar, Kidda í Hjálmum, sem þá stýrði upptökum í hljóðveri Rúnars Júlíussonar, Geimsteini. Kidda líkaði vel við verkefnið og sótti liðsstyrk í einvala lið hlóðfæraleikara til að aðstoða við upptökur; Guðmundur Pétursson lék á gítar, Sigurður Guðmundsson á hljómborð og Kristinn Snær lamdi húðir. Fyrsta plata Klassart, Bottle of Blues, kom svo út ári síðar. Platan fékk einróma lof gagnrýnenda; Trausti Júlíusson gaf plötunni fjórar stjörnu af fimm mögulegum Fréttablaðinu. Í gagnrýni sinni segir hann plötuna vera á sinn hátt eiginlega fullkomna. Hún hafi að geyma „fínar lagasmíðar, flottar útsetningar, óaðfinnanleg[an] hljóðfæraleik[...]“ og að Fríða hafi „fallega rödd sem hún beitir á seiðandi, en afslappaðan hátt“ (13. ágúst 2007, s. 30) Ragnheiður Eiríksdóttir gaf plötunni fullt hús stiga í Morgunblaðinu þar sem hún sagði plötuna vera í meistaraflokki (28. ágúst 2008, s. 37).
Lögin á plötunni er öll eftir Smára nema lagið Örlagablús sem er eftir Tom Waits og Mrs. Jones sem ég samdi. Ég söng öll lögin ásamt því að eiga textann við Painkillers and Beer, Mrs. Jones og White Cold Night sem ég samdi ásamt Smára. Smári samdi aðra texta nema við Örlagablús sem Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason samdi. Lagið er jafnfram það eina á plötunni sem sungið er á íslensku. Örlagablús náði hátt í vinsældarlistum og sat í efsta sæti á lista Rásar 2 í fjölmargar vikur. Í lok árs kom í ljós að lagið var næstmest spilað á stöðinni af íslenskum lögum.
Önnur hljóðversplata Klassart kom út árið 2010 og ber hún heitið Bréf frá París. Líkt og í upptökum á Bottle of Blues lögðu margir virtir listamenn hönd á plóg við gerð plötunnar. Guðmundur Pétursson og Sigurður Guðmundsson komu aftur við sögu og Helgi Svavar sat við trommusettið, Davíð Þór Jónsson lék á píanó og Valdimar Kolbeinn plokkaði bassann. Sem fyrr stjórnaði Guðmundur Kristinn upptökum sem nú fóru fram í Hljóðrita. Skáldkonan Vigdís Grímsdóttir samdi texta við tvö lög, Fríða við fimm og Bragi Valdimar við tvö. Lagið Gamli grafreiturinn var mest spilaða lagið á plötunni og jafnframt mest spilað á Rás 2 það árið.
Þriðja plata Klassart kom út árið 2014 og ber heitið Smástirni. Þar fór Björgvin Ívar Baldursson með upptökustjóri í Geimsteini. Öll lögin á plötunni eru eftir mig og Smára og allir textar eftir mig nema einn, Flytjum burt sem Smári samdi.
Klassart hefur margoft komið fram í fjölmiðlum, má þar nefna í þætti Jóns Ólafssonar, Kastljósi, Loga í beinni, Beint frá býli auk fjölda útvarpsviðtala á Rás 2, Bylgjunni og FM 957. Hljómsveitin hefur haldið tónleika víða og hefur til að mynda verið tíður gestur á Blúshátíð Reykjavíkur ásamt því að hafa komið nokkrum sinnum fram á Iceland Airwaves.
Hallgrímur Pétursson:
Árið 2010 samdi ég ásamt bræðrum mínum, Smára og Pálmari, lög við nokkur kvæði Hallgríms Péturssonar sálmaskálds og nutum við styrks frá Menningaráði Suðurnesja til þess. Í kjölfarið voru lögin flutt í kirkjum Suðurnesja við góðar undirtektir. Grunnskólar voru hvattir til að gera nemendum kleift að mæta á tónleikana á skólatíma og nýttu margir skólar það boð; verkið var flutt sex sinnum í heild sinni, þar að auki var hluti þess fluttur við nokkur tilefni vegna sérstakra óska. Gert er ráð fyrir að um 700 manns hafi hlýtt á verkið.
Eldar:
Árið 2011 fór ég að syngja með hljómsveitinni Eldum sem var stofnuð af Björgvin Ívari Baldurssyni og Valdimar Guðmundssyni. Þeir sem spiluðu einnig með hljómsveitinni voru Örn Eldjárn, Stefán Örn Gunnlaugsson, Sigtryggur Baldursson og Helgi Svavar. Ég samdi einn texta, Bráðum burt, við lag á plötu þeirra Fjarlægð nálægð sem kom út árið 2011. Við komum fram á fjölda tónleika, meðal annars á Iceland Airwaves.
Fríða og Smári:
Fríða og Smári hafa lengi tekið að sér að spila í alls kyns samkomum fyrirtækja, sveitarfélaga og í einkasamkvæmum þar sem Smári spilar á gítar og Fríða syngur og blæs í þverflautu. Í slíkum samkomum spila systkinin þekkt og minna þekkt íslensk og erlend dægurlög ásamt lögum sem þau hafa samið fyrir Klassart. Fríða hefur einnig komið ein fram og þá ofast með ukulele eða bassa í höndunum.
Trilogia:
Árið 2014 hófum við Finnbjörn að semja tónlist saman aftur. Nafn hljómsveitarinnar, Trilogia, er dregið af því að við semjum þrenningar, þrjú lög sem fléttast saman á einn eða annan hátt. Þríleikirnir þjóna mismunandi tilgangi og myndun þeirra er margbreytileg. Á meðan sumir taka á tilfinningum og leitast við að skapa ákveðið andrúmsloft eru aðrir líkari smásögum í þremur hlutum sem rekja ákveðna atburðarás. Hver þríleikur hefur sinn einkennislit sem afmarkar efnið; blái þríleikurinn, sá rauði o.s.frv. Hljómsveitin spilar rafskotna popptónlist sem teygir anga sína aftur í breska trip-hop 10. áratugarins. Við semjum öll lög og alla texta saman.
Enn önnur verkefni:
Ásamt því að spila og syngja með Klassart, Eldum, Trilogiu og Smára hef ég sungið og komið fram með Baggalúti; ég tók þátt í sex jólatónleikum þeirra félaga árið 2011 og ásamt því að syngja lagið Ónáðið ekki ásamt Guðmundi Pálssyni sem Baggalútur samdi fyrir leikritið Nei, ráðherra árið 2010. Ég kom einnig fram á sýningunni Með blik í auga árið 2011 og Með blik í auga II ári síðar. Á sýningunni var farið yfir íslenska tónlistarsögu með áherslu á Keflavík. Árið 2012 söng ég bakraddir í laginu Þyrnigerðið sem kom út á plötunni Þar sem himin ber við haf eftir Jónas Sigurðsson. Ég söng einnig inn á nokkur lög á plötunni Ondinnonk (2014) eftir HEK og lög á plötunum Íkorni (2013) og Red Door (2016) með Íkorna.