Sara Oskarsson

Name

Sara Oskarsson

Biography

f. 1981

saraelisa@althingi.is
www.saraiceland.com

Menntun:

Edinburgh College of Art, B.A., 2012

Helstu sýningar:

Listhús Ófeigs, Reykjavík, 2006
Whitespace Gallery, Edinborg, Hypolix, 2012
Tveir hrafnar, Reykjavík, 2014, 2015
Anarkía, Kópavogur, 2016 , 2017

Líf, list, lýðræði, abstrakt

„Listin leitast við að leita uppi og hafa upp á sannleika. Það kann vel að vera annar sannleikur en sannleikurinn – en heiðarlegt listaverk inniheldur alltaf einhverja birtingarmynd sannleiks. Í abstrakt listaverki birtist slíkur sannleikur oft á ólíkan hátt en í til dæmis fígúratívu verki, en getur jafnframt framsett alveg jafn veigamikinn sannleika og það síðara. Í abstrakt verkinu má oft finna vegsummerki um hina mögulegu heima, kannski innan um aðra mögulega heima sem geta verið vafnir í enn öðrum mögulegum heimum. Heima sem þó jafnframt finna sig í okkar.

Sú „meðferð“ sannleikans og veruleikans sem listamaður lærir, þróar og þroskar með sjálfum sér í gegnum vinnuna sjálfa; sú eldskírn sem listamaður þarf að ganga í gegnum til þess að ná fram listrænum markmiðum sínum af þeim heilindum og gæðum sem list þarf að hafa til að teljast „góð“ – er ef til vill hlutaskýring á þeirri hæfni sem listamaður getur þróað með sér og náð í því að meðhöndla sannleika.

Listamaður er þjálfaður í því að reyna að finna sannleika, horfa á sannleika, grafa eftir sannleika og þjálfaður í því að reyna að sjá muninn á sannleika og lygi; muninn á hinu raunverulega og hinu óraunverulega. Jafnvel í skáldskap þarf listamaðurinn að halda sér heiðarlegum í uppspunanum.

Listamaður notar listina í vegferð sinni; uppgreftri sínum á sannleikanum. Og niðurstaðan er oft og tíðum vörpun eða speglun á samfélagið sem listamaðurinn býr í. Listaverkið spyr oft erfiðra spurninga og deilir á strúktúrinn og á kerfin sem samfélagið býr við, og á tíðum afhjúpar þau alveg „inn að beini“.“