Hadda Fjóla Reykdal
Name
Hadda Fjóla Reykdal
Biography
f. 1974
www.haddafjolareykdal.com
hadda@haddafjolareykdal.com
Menntun:
Menntaskólinn við Hamrahlíð, stúdent 1994
Myndlista-og handíðaskólinn, B.A., 1998
Helstu sýningar:
Tjörnedala Konsthall, Baskemölla, Svíþjóð, 2013
Norrtälje Konsthall, Nordic Drawing, Norrtälje, Svíþjóð, 2013
Listasafn ASÍ, einkasýning, 2013
Listasafn Reykjavík, Nýmálað (II), 2015
„Það sem höfðar til mín við abstraktlist er frelsið sem listamaðurinn hefur í sköpun sinni. Þetta frelsi gefur listamanninum gríðarstórt rými til þess að skapa, hugsa, vinna og móta. Frelsið nær svo alla leið til áhorfandans í upplifun hans og túlkun. Í verkum mínum nýti ég mér þetta frelsi og staðset mig í bilinu á milli hins hlutbundna og óhlutbundna.
Hugmyndin sem kviknar hjá mér í byrjun á sér alltaf raunverulega tengingu við umhverfið og náttúruna. Það eru litirnir í náttúrunni sem heilla mig og samspil þeirra við veðrabrigði og ljós. Allt þetta skapar vissa stemningu sem ég vil ná á strigann. Niðurstaðan verður þéttur vefur af litlum doppum og verk sem er óhlutbundið en á sér þrátt fyrir það raunverulega stund og stað. Áhorfandinn sér svo fátt annað en óhlutbundið verk og fær heilmikið frelsi til þess að túlka og upplifa á sinn hátt. Þetta stutta bil á milli hins hlutbundna og óhlutbundna er afar knappt en um leið afar spennandi.“