Marta María Jónsdóttir
Name
Marta María Jónsdóttir
Birthday
31. July 1974
Biography
http://www.martamaria.is
http://martajonsdottir.net/
marta.jonsdottir@gmail.com
Menntun:
Utrecht School of the Arts, Utrecht, Holland. Erasmus námstyrkur, 1996-97
Myndlista-og handíðaskóli Íslands, málaradeild, BA (samsv.), 1998
Goldsmith´s College, University of London, MA, 2000
Central St. Martins College of Art and Design, Postgraduate Diploma in Animation, 2004
Helstu sýningar:
Kjarvalsstaðir, Nýmálað (II), 2015
Hafnarborg, Heimurinn án okkar, 2015
Listasafn ASÍ, Ásmundarsalur, Roði, strokur, andrá, Samsýning með Huldu Vilhjálmsdóttur, 2016
„Ég held að það sé mjög persónulegt fyrir hvern og einn af hverju hann vinnur óhlutbundin verk og oftast er það þróun sem á sér stað í langan tíma og kannski ekki einhver ein ástæða fyrir því. Fyrir mér er abstrakt heimur eins konar kort af ástandi, loftmynd af heiminum en líka kort af innri heimi.
Í verkunum bý ég mér til ákveðið kerfi eða ramma sem ég vinn í og með aftur og aftur. Bæti við og hreinsa út og þróa. Ef til vill er þörfin fyrir að vinna abstrakt einhvers konar efi um raunveruleikann og þörf fyrir að fara í annan heim, dvelja í óbyggðum.
Abstrakt málverk á sér sögu sem maður á í samtali við en á sama tíma getur maður verið persónulegur og tjáð sinni innri heim. Ég held að þetta fléttist saman hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað. Kannski er það þversögn í sjálfu sér að vilja vinna í núinu en vera á sama tíma í samtali við fortíðina. Eins og að ætla sér að vera bæði inni og úti í einu. En abstrakt verk getur líka verið mjög opið fyrir túlkun og það er kannski það sem situr eftir.“